Opnaðu þig gagnvart öðrum

Gleðilegan desember kæru vinir,

Hversu oft á einum degi langar þig að tala við ákveðna manneskju eða segja fólki eitthvað sem að liggur þér á hjarta en þú bara hreinlega þorir því ekki? Oft? Já ég hélt það líka! Ég held að það gæti gert okkur öllum gott að finna kjark til þess að segja öðrum hvað okkur liggur á hjarta. Oft getur það sem að þig langar að segja skipt meira máli en þú heldur og þar með gæti það breytt degi manneskjunar eða jafnvel lífi þeirra og hvað þá þitt eigið.

Ég áttaði mig virkilega á því fyrir nokkrum dögum að ekkert er öruggt. Hvert skipti eða hvert samtal sem að þú átt við einhvern getur verið það síðasta. Þetta eru stór orð en ennþá betri ástæða til þess að vanmeta aldrei þann tíma sem að þú færð með fólkinu í lífi þínu.

Í heimi þar sem að fátt kemur ókeypis ættum við að nýta okkur það forréttindi að geta sagt fólki hvernig okkur virkilega líður því. Þetta getur verið mjög persónubundið og ástæður okkar til að halda hlutum leyndum geta verið mismunandi. Mögulega erum við hrædd við viðbrögð hinnar manneskjunnar eða bara almenn feimni. Það er aldrei gaman að fá gagnrýni á tilfinningar okkar en það er mikilvægt að geta tekið því. Ég held að flestar ástæður leiða að því að finna kjark til þess að opna sig. Hvernig ætli sé best að gera það? Persónulega finnst mér best að byrja smátt. Byrjaðu á því að segja fjölskyldu þinni eða vinum hversu miklu máli þau skipta þér og síðan geturu byggt ofan á það og farið að segja einhhverjum sem að þú ert kannski ekki alveg jafn opin í kringum og svo framvegis. 

Að því sögðu vil ég skora á þig til þess að segja nýrri manneskju að minnsta kosti vikulega í desember hvernig þér líður eða hversu mikið þú kannt að meta hana. Þetta getur verið allt frá því að segja foreldrum þínum hversu heppinn þú ert að hafa þau, vinum þínum hversu skemmtileg þau eru , spyrja fólkið í vinnunni hverni dagurinn þeirra hafi verið eða segja einhverjum að þú sért hrifin/nn af þeim. Ég skora á þig til þess að gera þetta restina af árinu og byggja upp sjálfstraust þitt til þess að opna þig gagnvart öðrum.

-Björgvin

DSC00826.jpg

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s