,,Hættu að flýta þér í gegnum lífið”

Pælum aðeins í því hversu mikið við hugusum sífellt um framtíðina. Við hugsum sífellt um það hvað við ætlum okkur að gera þegar að við verðum eldri og gleymum oft að lifa í núinu. Ég ætla að vitna í línu frá þáttunum One Tree Hill þar sem að var sagt: ,,It’s the oldest story in the world. One day you’re 17 and you’re planning for someday. And then quietly, without you ever really noticing, someday is today. And then  someday is yesterday. And this is your life.” Vit í þessu? Það held ég.

Við getum flest tengt við það að vilja stundum flýta okkur í gegnum lífið og sleppa við allt það sem að leiðin hefur upp á að bjóða. Ekki misskilja mig, að hafa plan fyrir framtíðina er virkilega mikilvægt en að þora að lifa er alveg jafn mikilvægt. Sannleikurinn gæti verið sá að lífið hefur upp á svo mikilu meira að bjóða ef við bara ákveðum að lifa því og njóta þess að ganga leiðina í stað þess að spretta hana. Ekki allt mun fara á þann veg sem að þú myndir óska þér og þess vegna er mikilvægt að draga andann djúpt og fylgja straumnum.

Um leið og þú treystir þér til þess að lifa muntu vita hvað það virkilega er. Þegar að það gerist mun það koma þér á óvart hversu mikið lífið hefur upp á að bjóða, tækifærin og upplifanir streyma inn frá öllum áttum. Treystu því að þú eigir einstaka framtíð til þess að uppfylla og þorðu að lifa.

-Björgvin

created by dji camera

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s