Mikilvægi markmiðasetningar

,,Settu þér markmið.” Þetta er setning sem að þú munt heyra marg oft í gegnum ævina. Þú munt örugglega vera mjög til í það í augnablikinu og svo gleyma því 5 mínútum seinna. Hvað getur þú gert til að halda þig við markmiðið? Jú þú getur skrifað þau niður á blað og fylgt því eftir, hljómar auðvelt? Það er það ekki.

Sumarið 2015 fékk ég mikinn skell og féll á 5 lokaprófum í Verzlunarskóla Íslands. Ekki vegna þess að ég var latur námsmaður heldur vegna þess að ég kunni ekki að nálgast próf. Fyrsti dagurinn var skelfing en síðan ákvað ég að setja mér markmið um að vera kominn aftur inn í skólan fyrir lok sumarsins. Markmiðin voru háleit og sumum fannst að ég gæti gleymt þessu en ég var ekki á sama máli. Ég setti mér lokamarkmið og braut það síðan niður í minni markmið. Til að gera langa sögu stutta náði ég því sem að ég ætlaði mér.

Ástæða þess að mig langaði að deila minni reynslu er til þess að sýna þér að þegar allt lítur út fyrir að vera á hraðri niðurleið, stoppaðu aðeins, dragðu andann djúpt og sjáðu fram á veginn. Það er alltaf til lausn.

Aftur að markmiðum. Hvernig geta þau hjálpað? Markmiðasetning hjálpar á þann hátt að þú gerir þér betur grein fyrir vinnunni og skuldbindingunni sem að þú ert að setja sjálfum þér. Markmið hjálpa þér að ná betri einbeitingu á því sem að þig langar, hjálpa þér að meta árangur, gefa þér ástæðu til að halda áhuga og gefa þér hvata til að klára vinnuna.

Það getur verið gott fyrir alla að prufa að setja sér markmið og skrifa það niður, brjóta það niður og hefjast handar. In the words of Harvey Specter: ,, I quit every goddamn day… I just never said it out loud… Because no way was I gonna give them the satisfaction of breaking me.

Ég tel að það sé mikilvægt fyrir alla að kunna að setja sér markmið og læra að vinna í áttina að því. Því að lítið skref á hverjum degi í áttina að einhverju stóru gerir gæfu muninn. 

SMART markmið:

S – Specific (or Significant).

M – Measurable (or Meaningful).

A – Attainable (or Action-Oriented).

R – Relevant (or Rewarding).

T – Time-bound (or Trackable).

Hér fyrir neðan finnur þú markmiða blaðið mitt frá árinu 2015 sem ágætis dæmi:

image

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s